Leikskólaþjónusta Garðabæjar

Málefni leikskólans heyra undir Leikskólanefnd Garðabæjar.

Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eiríkur Björn Björgvinsson, hefur yfirumsjón með rekstrarlegu starfi leikskóla en Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi, hefur yfirumsjón með faglegu starfi leikskólanna.

Foreldrar og eða kennarar leikskóla hafa aðgang að stoðþjónustu sveitafélagsins ef aðilar eru sammála um frávik í þroska barns.

Margét Þórarinsdóttir er sérkennslufulltrúi. Hlutverk hennar er að sinna ráðgjöf til forelda og starfsmanna leikskóla.

Guðrún Kristófersdóttir er sálfræðingur hjá skólaþjónustu Garðabæjar og geta kennarar leikskóla og foreldrar sótt sálfræðiráðgjöf til hennar gegn beiðni sem nálgast má hér Beiðni um sérfræðiþjónustu fyrir leikskóla.

Sara Bjargardóttir er talmeinafræðingur og hlutverk hennar er að greina börn með málþroskafrávik auk þess að veita kennurum leikskóla og foreldrum ráðgjöf sé þess óskað.

Á haustin leggur talmeinafræðingur próf fyrir elstu börn leikskólans sem hefur það að markmiði að skima fyrir frávikum í þroska tsvo hægt sé að veita þeim sem eru í vanda íhlutun við hæfi.

© 2016 - 2021 Karellen