news

Yngstu börnin á Hofi

03. 11. 2020

Börnin á Hofi fóru í gönguferð um nágrenni skólans. Þau eru að æfa sig að ganga saman í röð og eru orðin ótrúlega dugleg. Nokkur lög voru sungum og kíkt eftir dýrum í umhverfinu. Lukkan lék við okkur þegar kona með hund gekk framhjá. Hún hafði tíma til að staldra við og leyfa okkur að skoða litla hundinn sinn. Á heimleiðinni gengum við upp brekkuna fyrir aftan leikskólann og svona lítil brekka er eins og fjall fyrir stutta fætur. Allir komu heilir og svangir heim eftir gönguferðina.


© 2016 - 2020 Karellen