news

Sveitaferð að Bjarteyjarsandi

07. 05. 2019

Í dag fóru börn, foreldrar og starfsfólk í sveitaferð að Bjarteyjarsandi. Eins og áður var ferðin í boði foreldrafélagsins. Þrátt fyrir kuldann lukkaðist ferðin vel. Börnin sáu kindur með nýfædd lömb, geitur, hænsfugla, hesta, hunda og ketti svo eitthvað sé nefnt. Þegar við vorum búin að sjá dýrin fengum við okkur pylsur með öllu tilheyrandi á bóndabænum og þeir hraustustu fóru í fjöruferð. Frábær ferð í alla staði.


© 2016 - 2020 Karellen