news

Lýðræðisleg kosning

24. 02. 2021

Mánudaginn 1. mars verður leikskólinn 30 ára. Í tilefni þess var ákveðið að börnin myndu kjósa um hvað yrði í hádegismat á afmælisdaginn. Fyrst var eitt og eitt barn spurt um hvað það vildi borða og var það skráð. Síðan var skoðað hvaða ,,matur" fékk flest atkvæði og um hann kosið. Fiskibollur, grjónagrautur/slátur og pasta var það sem börnin kusu um og fékk grjónagrauturinn flest atkvæði. Þetta var mjög skemmtilegt ferli.

© 2016 - 2021 Karellen