news

Dúó og Stemma

12. 03. 2021

Elstu börnum leikskólans var boðið á tónleika í tónlistarskóla Garðabæjar. Það eru hjónin Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef Van Oosterhout slagverksleikari sem mynda teymið, Dúó og Stemma. Þau syngja og leika á fjölmörg hljóðfæri, bæði hefðbundin og heimatilbúin svo sem hrossakjálka og skyrdósir. Hjónin hafa áralanga reynslu af því að virkja ung börn til þátttöku í tónlistarleikhúsi en þau eru fastráðnir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í dagskránni er saga krumma sögð með tónlist og leikmunum sem heilla alla og veita gleði.

Þetta var frábær skemmtun og þökkum við kærlega fyrir boðið.

© 2016 - 2021 Karellen