Bangsadagur

Í morgun komu börnin með bangsana sína eða annað mjúkt dýr í leikskólann. Síðan komum allir saman í salnum og sungu bangsalög eins og Bangsi minn úr Dýrunum úr Hálsaskógi og vinasönginn. Síðan voru bangsadansar dansaðir við mikla gleði eins og myndirnar sýna sem fylgir fréttinni

Dagur margbreytileikans

Í dag komu börnin saman í salnum og máluðu margskonar myndir í tilefni margbreytileikans. Hér koma nokkrar myndir í tilefni vinnunnar.
Borðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Tónlist í sal

21. 07. 2021

Davíð er sumarstarfsmaður hjá okkur og er hann snillingur að spila á gítar. Börnin fengu að njóta hæfileika hans í salnum í dag. Börnin tóku líka þátt og spiluðu undir á sílófón og sungu með. Bara gaman.

...

Meira

news

Fjöruferð

21. 07. 2021

Í dag fórum við í skemmtilega fjöruferð. Farið var með strætó og fjaran við hliðina á ilströndinni heimsótt. Börnin fundu ýmislegt í fjörunni sem þau settu í poka. Á leið til baka var komið við á útisvæði hjá Sjálandsskóla. Veðrið lék við okkur og skemmtu allir...

Meira

news

Grænmetisgarðurinn

16. 07. 2021

Í dag fóru elstu drengirnir að athuga með vöxtinn í grænmetisgarðinum okkar. Á heimleiðinni var leiksvæði í nágrenni skólans heimsótt. Alltaf gaman að breyta aðeins til.


...

Meira

news

Ferð á bókasafn og fleira

15. 07. 2021

Elstu stelpurnar okkar fóru með strætó og heimsóttu bókasafnið. Á leið í strætó til baka var komið við á útisvæðiðinu hjá Flatarskóla.

...

Meira

news

Kartöflugarður

09. 06. 2021

Við erum að gróðursetja kartöflur í skólagörðunum við hliðina á leikskólanum. Sinisa kennari hefur haft yfirumsjón með því og tekið börnin börnin með. Fyrst þurfti að fara og hreinsa allt grjót og hreinsa, síðan var farið með útsæðið og sett niður. Svo þarf að f...

Meira

news

Viðeyjar ferð

04. 06. 2021

Útskriftarhópurinn okkar heimsótti Viðey í dag. Sannkölluð ævintýraferð þar sem eyjan var skoðuð, gamlar rústir kannaðar, farið í fjöruna, friðarsúlan heimsótt og að sjálfsögðu grillaðar pulsur og gert vel við sig í mat og drykk. Frábær ferð þar sem börnin og kenn...

Meira

news

Útskrift elstu barnanna

03. 06. 2021

Hátíðsdagur í dag þegar elstu börnin okkar voru útskrifuð en í vetur voru bara 8. börn í elsta árgangnum. Byrjuðum úti á dansýningu, síðan fóru elstu börnin ásamt sínum foreldrum inn í sal. Jóna Rósa talaði til barnanna og deildarstjórar afhendu hverju barna útskriftar...

Meira

news

Útidanssýning

03. 06. 2021

Dagný Björk danskennari var að ljúka 6. vikna námskeiði hér á Hæðarbóli í dag. Foreldrafélagið gaf skólanum námskeiðið og þökkum við kærlega fyrir okkur. Dagný náði einstaklega vel til barnanna og tókst sýningin frábærlega þar sem foreldrar fengu að njóta með okku...

Meira

news

Karnival dýranna

02. 06. 2021

Elstu börnin hafa verið að vinna verkefni með tónlistarsögunni ,,Karnival dýranna" í tónlist í vetur. Þau settu upp brúðuleikhús í sal skólans og buðu samnemendum og kennurum að njóta. Sýningin var dásamleg og þessi hæfileikaríku og flottu börn stóðu sig mjög vel.

...

Meira

news

Aldingarður æskunnar

02. 06. 2021

Rotary klubburinn Hof styrkir verkefnið ,,Aldingarður æskunnar". Verkefnið snýst um að ræktuð verði aldintré, ávaxtatré ásamt ýmsum tegundum berjarunna við einn eða fleiri leikskóla bæjarins. Tilgangur verkefnisins er að efla vitund og virðingu ungra barna á slíkri ræktun m...

Meira

© 2016 - 2021 Karellen