Bangsadagur

Í morgun komu börnin með bangsana sína eða annað mjúkt dýr í leikskólann. Síðan komum allir saman í salnum og sungu bangsalög eins og Bangsi minn úr Dýrunum úr Hálsaskógi og vinasönginn. Síðan voru bangsadansar dansaðir við mikla gleði eins og myndirnar sýna sem fylgir fréttinni

Dagur margbreytileikans

Í dag komu börnin saman í salnum og máluðu margskonar myndir í tilefni margbreytileikans. Hér koma nokkrar myndir í tilefni vinnunnar.
Borðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Drukkið úti í góða veðrinu

30. 03. 2021

Við drukkum úti í góða veðrinu í dag. Börnunum fannst ekki amalegt að sitja úti í sólinni, drekka heitt kakó og borða kanilsnúða sem Wang var að baka.

...

Meira

news

Græni hópur í útikennslu

30. 03. 2021

Í dag fór hluti af græna hóp í útikennslu. Sinisa fór með börnin að læknum, þau æfðu sig í að draga sig upp brekku með kaðli. Þau kíktu á fiskagildruna og var sest og drukkið kakó.

...

Meira

news

Dúó og Stemma

12. 03. 2021

Elstu börnum leikskólans var boðið á tónleika í tónlistarskóla Garðabæjar. Það eru hjónin Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef Van Oosterhout slagverksleikari sem mynda teymið, Dúó og Stemma. Þau syngja og leika á fjölmörg hljóðfæri, bæði hefðbundin og heim...

Meira

news

Samstarf Hæðarbóls og Fjölbrautarskólans

12. 03. 2021

Krakkarnir á íþróttabraut í FG sjá um íþróttakennslu Hæðarbólsbarna á vorönn. Tveir elstu árgangarnir fá að njóta íþróttatímanna í Mýrinni og yngri börnin fá íþróttatíma á Hæðarbóli....

Meira

news

Brúðuleikhús Pétur og úlfurinn

05. 03. 2021

Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik kom og flutti okkur söguna um Pétur og úlfinn. Bernd er einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans, býr til allar brúðurnar og leikmyndir. Þetta var frábær sýning og börn og starfsfólk mjög ánægt. Sýningin var í boði foreldrafélagsins og ...

Meira

news

Barnakórinn söng á Garðatorgi

02. 03. 2021

Barnakórinn tók strætó, heimsótti Garðatorg og söng þar nokkur lög fyrir gesti og gangandi. Að sjálfsögðu vöktu þau athygli með sínum fallega söng, fólk streymdi að og meðal gesta var Gunnar bæjarstjóri.

...

Meira

news

Kristín Helga heimsótti okkur

01. 03. 2021

Rithöfndurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir kom og sagði börnunum frá Fíusól, uppruna hennar og sögu.


...

Meira

news

Hæðarból 30 ára

01. 03. 2021

Haldið var upp á afmælið í heila viku. Á sjálfan afmælisdaginn fengu börnin m.a. að skapa af lífi og sál. Voru í boði nokkrar stöðvar þar sem börnin gengu á milli og völdu sér viðfangsefni sem síðan var notað í afmælisskraut um allan leikskólann.

Meira

news

Lýðræðisleg kosning

24. 02. 2021

Mánudaginn 1. mars verður leikskólinn 30 ára. Í tilefni þess var ákveðið að börnin myndu kjósa um hvað yrði í hádegismat á afmælisdaginn. Fyrst var eitt og eitt barn spurt um hvað það vildi borða og var það skráð. Síðan var skoðað hvaða ,,matur" fékk flest atkvæð...

Meira

news

Öskudagurinn

19. 02. 2021

Öskudagurinn alltaf jafn skemmtilegur. Búningar, leikir, kötturinn sleginn úr tunnunni, snack og endað á pulsupartýi.
...

Meira

© 2016 - 2021 Karellen