Bangsadagur

Í morgun komu börnin með bangsana sína eða annað mjúkt dýr í leikskólann. Síðan komum allir saman í salnum og sungu bangsalög eins og Bangsi minn úr Dýrunum úr Hálsaskógi og vinasönginn. Síðan voru bangsadansar dansaðir við mikla gleði eins og myndirnar sýna sem fylgir fréttinni

Dagur margbreytileikans

Í dag komu börnin saman í salnum og máluðu margskonar myndir í tilefni margbreytileikans. Hér koma nokkrar myndir í tilefni vinnunnar.
Borðhald í matsal

Það má segja að nýja verkefnið í matsalnum fari vel af stað. Það er ótrúlegt að fylgjast með framförum barnanna, þau fara að hlaðborðinu og ná sér í það sem vilja og eru afar samviskusöm í því að fá sér af öllu og smakka það sem þau áður hafa fúlsað við. Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið með að valdefla börnin ykkar kæru foreldra.

news

Göngutúr í fallegu vetrarveðri

28. 12. 2020

Sinisa og Arna fóru með eldri börnin í göngutúr í dag. Þau tóku með sér brauðmylsnu til að gefa fuglunum. Hressandi göngutúr í fallegu vetrarveðri.

...

Meira

news

Litlu jól

18. 12. 2020

Það var gleði og gaman á litlu jólunum í dag. Fyrst sýndu elstu börnin helgileik undir leiðsögn Óskar. Þar á eftir komu jólasveinar í heimsókn við mikinn fögnuð og að sjálfsögðu voru allar sóttvarnarreglur virtar. Börnin sátu í hring á gólfinu og nutu þess að horfa,...

Meira

news

Ævintýraferð í desember

16. 12. 2020

Í dag fór Sinisa með nokkur börn af Holti og Hlíð í ævintýraferð í nærumhverfinu. Lagt var af stað í myrkrinu kl 10. Farið var með lukt til að vísa veginn og fundinn góður staður til að setja upp tjaldbúðir. Allir hjálpuðust að við að reisa tjaldið. Síðan var fari...

Meira

news

Ný leiktæki í ,,litla garði"

16. 12. 2020

Þau voru ánægð börnin á Hofi þegar nýji strætóinn kom ásamt þessu fína húsi sem að sjálfsögðu fékk nafnið ,,ísbúðin".

Nú er stöðugt farið með strætó í ísbúðina. Dásamlegt :)

...

Meira

news

Eldri börn í jólaferð

09. 12. 2020

Í dag fóru tveir elstu árgangarnir í Árbæjarsafnið. Þau fengu að fara inn í gamla bæinn og kirkjuna. Gengu svo um svæðið, dönsuðu aðeins í kring um jólatré og enduðu á heitu súkkulaði og kleinum.


...

Meira

news

Jólaferð í Árbæjarsafnið

08. 12. 2020

dag 8. des fóru þrír yngstu árgangarnir í Árbæjarsafnið. Það var yndislegt veður og börn og starfsfólk nutu sín í þessu fallega umhverfi. Gömlu húsin skoðuð, dansað í kring um jólatré og endað á heitu súkkulaði og kleinum.

...

Meira

news

Þegar piparkökur bakast

04. 12. 2020

Desember mánuður hafinn og allt að gerast á Hæðarbóli. Búið að baka piparkökur, þær málaðar og börnin taka með sér heim í dag.


...

Meira

news

Vasaljósadagur

25. 11. 2020

Í dag komu börnin á Holti og Hlíð með vasaljós í skólann. Tilgangurinn var sá að allir ættu að fara út í garð til að leita að fjársjóði. Fjársjóðurinn var endurskinsmerki sem Steinunn var búin að hengja í tréin út í garði og áttu öll börnin að finna eitt. Ótrú...

Meira

news

Ævintýraferð

24. 11. 2020

inisa fór með hluta af elstu börnunum á Hlíð í útikennslu. Lagt var af stað kl 10 og var stefnt að því að finna góðan stað þar sem hægt væri að setja upp tjald/skjól til að borða og hafa það skemmtilegt. Í ferðinni var mikið rætt um þær breytingarnar sem átt hafa s...

Meira

news

Íþróttir í Mýrinni

19. 11. 2020

Það voru spennt börn sem fóru loksins í Mýrina í dag. Sunna íþróttafræðingurinn okkar sá um að setja upp þrautabrautir og skein eftirvænting og gleði af hverju andliti....

Meira

© 2016 - 2021 Karellen