Vísindi og sköpun

Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna. Skapandi starf á fyrst og fremst að beinast að ferlinu sjálfu, gleðinni, tjáningunni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fá að njóta sín.

Í vinnustndum í vísindi og sköpun er yfirmarkmið að:

  • börnin njóti þess að taka þátt í skapandi ferli
  • börnin finni til ánægju og gleði yfir eigin sköpunarkrafti
  • börnin kynnist og vinni með margvíslegan efnivið
  • börnin kynnist ólíkum eiginleikum efnis og hluta
  • börnin kynnist fjarlægðum, rými og áttum

Skipulagðar vinnustundir í vísindum og sköpun eru í 10 vikur í senn, á haustönn og vorönn.

© 2016 - 2021 Karellen