Læsisstefna Hæðarbóls

Í lögum um leikskóla kemur fram að hlutverk skólans sé að stuðla að alhliða þroska barna. Í leikskólanum skal lagður grunnur að þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku, efla hæfileika barna til tjáningar og sköpunar og leitast við að styrkja sjálfsmynd, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni í mannlegum samskiptum. Þessi stefna er útfæð í aðalnámskrá leikskóla en þar segir ,,Læsi snýst um samkomulag manna um málnotkun og merkingu orða í málsamfélagi og er því félagslegt í eðli sínu. Það er háð hefð og er því ekki færni sem einstaklingar geta öðlast og beitt óháð stað og stund, menningu og gildum‘‘. Þótt þeim verkfærum, sem nota má í skólastarfi hafi fjölgað, dregur það þó engan veginn úr mikilvægi ritunar og lesturs í hefðbundnum skilningi. Læsi í víðum skilningi þess orðs er mikilvægur þáttur samskipta. Læsi í leikskóla felur í sérþekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt (Aðalnámskrá leikskóla,2011).

Meginmarkmið læsis er að börnin séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þau lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á. Læsisþróun barna hefst strax á unga aldri og er því mikilvægt að leikskólinn, í samstarfi við foreldra, hlúi að og örvi þennan þátt. Læsi felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt, tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt.

Hér má sjá læsisstefnu leikskólans

© 2016 - 2021 Karellen