Heimspeki

Börn eru klár og þau hafa hæfileika til að efast, þau velta fyrir sér lífsgátunni út frá þeirra barnaheimi og þau hafa löngun til að læra. Börnin læra mest og best með því að gera hlutina sjálf og uppgötva með því að spjalla, snerta, skynja og upplifa. Siðfræði, umhyggja og agi eru mikilvæg hugtök í heimspeki með börnum og er lagt mikið upp úr því í vinnustundunum.

Elstu börn leikskólans fara í 1x-2x í vinnustundir í heimspeki á viku á haus- og vorönn. Stundirnar hefjast á upphitunaræfingum, farið er yfir samræðureglur og gerðar samræðuæfingar allt eftir því sem við á hverju sinni. Í byrjun vinnustundar þurfa börnin að átta sig á því að grundvallarreglur í samræðu-samfélagi séu: einn talar í einu og á meðan hlusta hinir.

Upphitunaræfingar geta falist í því að kjósa með fótunum og samræðureglur geta falist í því að börnin ákveða fjórar reglur.Þá kasta þau fram hugmyndum að reglum, rökræða um leið af hverju þarf að hafa þessar reglur. Þegar þau hafa sammælst um reglu skrifar kennari hana niður.

Skipulagðar vinnustundir í heimspeki fyrir elsta árgang eru í 10 vikur í senn, á haustönn og vorönn.

© 2016 - 2021 Karellen