Velkomin í leikskólann Hæðarból


Um leið og þið eruð boðin velkomin í leikskólanna þarf að huga að mörgu þar sem hver stofnun hefur sinn sérstaka skólabrag sem tekur tíma að setja sig inn í sem nauðsynlegt er að vita. Það helsta sem þarf að huga að er aðlögun barns og foreldris.

Leikskólinn styðst við svokallaða þátttökuaðlögun sem felst í því að foreldri/ foreldrar dvelja þrjá daga með barninu í leikskólanum. Þann tíma sjá foreldrar um að aðlaga barnið að kennurum, börnum sem eru á deildinni og starfsháttum sem viðhafðir eru í leikskólanum. Með fyrirkomulaginu eru meiri líkur á að foreldrarnir verði öruggari með að skilja barnið eftir í umsjón kennarana eftir að hafa kynnst starfsháttum skólans. Einnig fá kennararnir tækifæri til þess að kynnast barninu og umönnunaraðferðum foreldrana og geta gert aðferðir þeirra að sínum. Þessu til viðbótar gefst tækifæri til þess að skapa traust sem er grundvöllur farsæls samstarfs foreldra og kennara.

Hér á síðunni má finna margbreytilegar upplýsingar sem foreldra eru hvattir til þess að kynna sér svo sem um fatnað sem þarf að fylgja barninu dags daglega, matseðla, tilkynningar um veikindi, lyfjagjafir, slys og tryggingar og margt fleira.
© 2016 - 2021 Karellen